Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir hefur gagnrýnt húsnæðisstefnu núverandi borgarstjórnarmeirihluta allt þetta tímabil á málefnalegan hátt. Hún birti á Facebook vegg sínum myndina hér að ofan eftir að borgarstjórnarmeirihlutinn hafði kynnt nýja húsnæðisáætlun. Guðfinna telur að hér sé enn eitt óraunhæfa plaggið frá borgarstjóra og hans hirð.

Myndin sýnir á kaldhæðnislegan hátt tölulegar staðreyndir um ótrúlega lítinn árangur núverandi borgarstjórnarmeirihluta varðandi úrræði fyrir það fólk sem þarf á félagslegum leiguíbúðum að halda.

Þetta eru jú stjórnmálaflokkarnir sem kenna sig við félagshyggju, ekki satt?

Comments

comments