Sjálfstæðismenn og Framsókn og flugvallarvinir greiddu atkvæði gegn húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar á borgarstjórnarfundi í gær. Telja að hér sé enn ein leiksýning Dags B. Eggertssonar og félaga.

Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna ritaði þetta á Facebook vegg sinn.

„Við borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina greiddum atkvæði gegn húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar til 2020 á borgarstjórnarfundi rétt í þessu. Ástæðan er einföld. Þetta er enn ein leiksýning meirihuta Pírata, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna í þessum húsnæðismálum. Við í minnihlutanum tökum ekki þátt í endalausum glærusýningum en engum lausnum. Við höfum ítrekað lagt til að lóðum yrði úthlutað í Úlfarsárdal þar sem við eigum nægt landssvæði en meirihlutinn fellir það jafnóðum.
Það flytur enginn inn í glæruhús.“

Comments

comments