McKinsey & Company skiluðu af sér skýrslu um Landspítalann. Talið er upp það sem vel hefur til tekist, það sem hefur misfarist og það sem þörf er á að bæta. Ein merkileg staðreynd kemur fram í skýrsluni en það er að kostnaður hefur aukist en afköstin hafa ekki gert það.

mack landsp

Leggja þeir til SJÖ AÐGERÐIR.

.. sem miða að því að styrkja íslenskt heilbrigðiskerfi til framtíðar.

1. Beina skal kröftum að því að stytta meðallengd innlagna sem er birtingarmynd fjölda vandamála á Landspítalanum. Stytting meðallengdar innlagna mun krefjast markvissra aðgerða á Landspítalanum sem beinast skulu að helstu vandamálum hans. Spítalinn mun þurfa að fjárfesta í aukinni getu til klínískra ákvarðana, styrkja innri ferla og losa um afkastagetu á deildum í þessu skyni.

2. Efla skal krafta sérfræðilækna í heilsugæslu og öldrunar- og endurhæfingarþjónustu. Tengja þarf starfsemi Landspítalans betur við starfsemi annarra veitenda heilbrigðisþjónustu. Þá væri gagnlegt að nýta einnig þá sérþekkingu sem til staðar er á Landspítalanum utan hans, t.d. með því að beina sérfræðilæknum í afmörkuð verkefni á heilsugæslustöðvum.

3. Taka skal meðvitaða ákvörðun byggða á staðreyndum um skipulag einkastofa sérfræðilækna. Einkastofur ættu að veita sérfræðilæknisþjónustu einungis á þeim sviðum þar sem kostir þess eru augljósir. Þetta á ekki við um allar sérgreinar því sjónarmið um lágmarksgæði og kostnaðarhagkvæmni leiða til þeirrar niðurstöðu að best sé að veita sumar tegundir sérfræðilæknisþjónustu einungis á háskólasjúkrahúsinu.

4. Setja skal reglur um samræmda skráningu og innleiða nýtt fjármögnunarkerfi. Setja ætti reglur um samræmda skráningu (byggða á DRG-kerfinu) heilbrigðisþjónustu sem ná jafnt til opinberra aðila og einkaaðila, allt frá heilsugæslu til sérfræðiþjónustu. Í kjölfarið skal nýta þá yfirsýn sem þá fæst til að verðleggja þjónustuna með gagnsæjum hætti á grundvelli DRG-mælinga, sjúklingafjölda og fastra samninga. Þá skulu greiðslur tengdar við skilgreindar gæðakröfur.

5. Kanna skal fýsileika þess að koma á sameiginlegu „lóðréttu“ stjórnskipulagi. Skynsamlegt gæti verið að endurskipuleggja heilbrigðiskerfið þannig að stjórnskipulag þess sé „lóðrétt“ sem felur í sér sameiginlega stjórnun á Landspítalanum, umdæmisspítölum, heilsugæslunni og öldrunarþjónustu. Er þetta hugsað þannig að neðan við æðstu stjórnendur heilbrigðisþjónustunnar væri skipulagslag sem byggðist á meðferðarferlum (t.d. bráðaþjónusta, líknarþjónusta og fæðingarþjónusta).

6. Hagnýta skal upplýsingatækni eins og frekast er unnt. Smæð íslensku heilbrigðisþjónustunnar og mikið tæknilæsi fela í sér tækifæri til að nýta upplýsingatækni við veitingu heilbrigðisþjónustu og auka samvinnu ólíkra veitenda í því stjórnskipulagi sem lagt er til hér að ofan.

7. Beina skal nýjum fjárframlögum í þessar aðgerðir. Hanna skal umbótaáætlun með skýrum áföngum og tengja aukin framlög til heilbrigðiskerfisins við áætlunina.

Í Lokaorðum skýrslunnar segir..:

Spítalanum tókst að lækka kostnað umtalsvert [í kjölfar bankahrunsins] án þess að fórna gæðum þjónustunnar samhliða síaukinni eftirspurn. Þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu á síðustu árum er ekki allt eins og best verður á kosið í íslenska heilbrigðiskerfinu. Það skortir skýrari verkaskiptingu milli hinna ýmsu veitenda heilbrigðisþjónustunnar og sömuleiðis stjórntæki sem gera kleift að stýra þróuninni.

Skýrsluna má nálgast hér:

Comments

comments