Það er áhugavert að rýna í skýrsluna „Euro Health Consumer Index 2015“ sem tekin er saman af prófessor Arne Björnberg og gefin er út af samtökunum Health Consumer Powerhouse sem staðsett eru í Svíþjóð og sérhæfa sig í samanburði á heilbrigðiskerfum Evrópulanda.

Útefendur skýrslunnar benda á að þrátt fyrir að sjálfsmynd Evrópska heilbrigðiskerfisins hafi verið síðustu 10 ár sú, að kerfið hafi lifað við stöðugan niðurskurð á fjármagni, skort á hæfu starfsfólki, viðvarandi ráðningarvanda þess vegna og sjúklinga sem eru óánægðir með þjónustuna. Þá sýni evrópskir mælikvarðar allt aðra sögu. Sögu mikilla sigra og frábærs árangurs.

Þessar lýsingar falla beint inn í umræðuna hér á landi þar sem kerfið sjálft (starfsmenn kerfisins) hafa lagt mikinn þunga í það að tala kerfið í heild sinni niður. Engin hefur þó gengið eins langt í að tala heilbrigðiskerfið okkar niður og velgjörðar maður kerfisins Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vissulega er það svo að gera má betur á ákveðnum sviðum. En lestur þessarar skýrslu setur umræðuna hér á landi í nokkuð annað samhengi en áður.

EHCI

Ísland er í 8 sæti af 35 Evrópuþjóðum. Fellur um eitt sæti frá fyrra ári þrátt fyrir að hafa bætt sig um 7 punkta frá fyrra ári. Það er áhugavert að helstu veikleikar íslenska kerfisins eru ekki allir tengdir Landspítalanum. Skýrsluhöfundar telja að helstu veikleikar íslenska kerfisins séu mikil greiðsluþátttaka sjúklinga í lyfjum, tannlækningar séu ekki hluti af almannatryggingakerfinu,  langir biðlistar vegna stærri aðgerða og aðgengi að heimilislæknum. Á þessum sviðum er munurinn á milli íslands og þeirra Evrópulanda sem við viljum bera okkur saman við sláandi. Þarna liggja tækifæri til þess að gera enn betur og skipa íslensku heilbrigðiskerfi í röð þeirra allra fremstu í Evrópu.

Skýrsluhöfundar benda einnig á að vegna legu landsins hefur þurft að byggja upp heildstætt sjálfbært kerfi hér á landi. Á meðan að önnur smáríki líkt og Luxemburg hefur getað byggt sýna þjónustu að hluta til með samningum við nágranna sína. Landfræðileg einangrun okkar kostar. Einangrunin hefur í raun lagt á okkur að byggja upp íslenskt heilbrigðiskerfi sem getur sinnt milljónum manna.

Skýrsluna má nálgast með því að smella hér.

 

 

Comments

comments