subsealaggan

Bretar eru farnir að dæla gasi frá gríðarlega stórum lindum sínum við Hjaltlandseyjar til lands. Í þessum áfanga er gert ráð fyrir að orkan dugi fyrir u.þ.b. tvær milljónir heimila.

Lindirnar sem um ræðir kalla Bretar Laggan og Tormore og eru þær staðsettar 125km norðvestur af Hjaltlandseyjum. Undirbúningur þessa verkefnis hefur staðið í nokkuð langan tíma og tafir á verklokum hafa verið nokkrar. Frá því að Ólympíuleikunum í London 2012 lauk hefur þetta verið stærsta verkframkvæmd Breta.  Talið er að þessar lindir geymi fimmtung alls þess gas og olíu sem Bretar búa yfir. Áætlað er að Laggan og Tormore lindirnar gefi af sér ígildi 90 þúsund tunna af olíu á dag. Gasinu er dælt upp á meginlandið og inn á gaskerfi landsins og reiknað er með að þessar lindir standi undir 8% af heildar gasþörf Bretlands.

Það er franska verktakafyrirtækið Total sem annast uppbygginguna á svæðinu bæði á landi og neðansjávar.  Samkvæmt áætlunum var gert ráð fyrir að fjárfestingin í þessu verkefni mundi kosta 3.5 billjónir breskra punda.

Heimild: BBC

 

Comments

comments