Ólöf Nor­dal, vara­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi ráðherra, lést í morg­un á Land­spít­al­an­um eft­ir erfið veik­indi. Hún var fimm­tug að aldri.

Hún var alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi 2007-2009 og var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009-2013 og aftur frá árinu 2016. Ólöf tók við embætti innanríkisráðherra þann 4. desember 2014 og gegndi því embætti til 11. janúar á þessu ári.

Eft­ir­lif­andi maki Ólaf­ar er Tóm­as Már Sig­urðsson og eiga þau 4 börn.

Comments

comments