MBS2 Danska sjónvarpsstöðin TV2 sýndi í síðustu viku heimildarmyndina Moskeerne bag sløret þar sem predikarar í Grimshøjmoskunni svokölluðu í Árósum heyrast og sjást kenna múslimskum konum um reglur íslam varðandi framhjáhald, grýtingar og fleira. Einnig eru konur hvattar til þess að slá og hýða börn sín ef þau eru baldin.

Þættirnir hafa vakið mikla athygli og nú hefur  sharíaráðið í Árósum leyst sjálft sig upp og hugmyndir um byggingu risastórrar mosku í borginni hafa nú verið slegnar af borðinu.

Jacob Bundsgaard, borgarstjóri, sagði í gær að hann hafi misst allt traust á sumum þeirra samtaka og félaga sem koma að verkefninu og standa á bak við Forbundet af Islamiske Foreninger. Það sé því erfitt að sjá að af byggingu moskunnar verði.

Jótlandspósturinn hefur eftir Jacob Bundsgaard að félögin sem standa að samtökunum Forbundet af Islamiske Foreninger tali tveimur tungum. Þau segi eitt fyrir framan upptökuvélar en annað bak við luktar dyr. Það sé ekki undir neinum kringumstæðum hægt að sætta sig við að sharíaráð eða predikarar setji þrýsting á konur til að fá þær til að fara aftur heim til eiginmanna sem beita þær ofbeldi.

Vinstrimenn í borgarstjórn Árósa hafa studdu á síðasta ári tillögu um að selja byggingalóð nærri Gellerup undir nýju moskuna sem allt stefnir í að ekkert verði úr. Borgarstjórnarfulltrúar Venstre í Árósum ætla að leggja fram tillögu í borgarstjórninni um að lóðin verði ekki seld Forbundet af Islamiske Foreninger sem 11 mismunandi samtök múslima mynda.

MBS1 MBS

Heimild: TV2.dk

Comments

comments