„Já svo mörg voru þau orð. Búinn að vera fjármálaráðherra í rétt tæpa 2 mánuði og kosningaloforði um að taka á okurvöxtum til almennings hefur strax verið sturtað niður í holræsið. Kosningaloforði sem átti að skila heimilum sem skulduðu um 20 milljónir í sinni fasteign um 1 milljón á ári í auknum tekjum.

Ég vil því spyrja fjármálaráðherra: Hvar er lækkunin á okurvöxtum til almennings sem þið lofuðuð? Er það virkilega þannig að það sé bara eðlilegt og sjálfsagt að stjórnmálamenn og flokkar ljúgi blákalt að kjósendum og sendi þeim fingurinn um leið og kosningar er búnar? Hvar er traustið og heiðarleikinn sem þú og þinn flokkur talaði um fyrir kosningar? Svar óskast!“

Comments

comments