Icelandair flutti 273 þúsund farþega í apríl sem er 29% aukning frá apríl 2016. Flutningsgeta félagsins var aukin á þessum tíma um 25% og sætanýting var 82,6% sem er aukning um tvö prósentustig á milli ára og hefur sætanýting aldrei verið eins góð í apríl.

Flugfélag Íslands flutti 26 þúsund farþega í apríl sem er 6% aukning á milli ára. Framboð var aukið um 11% á milli ára ef tekið er mið af apríl og sætanýting var 63,3%.

Hjá hótelum Icelandair verður örlítill samdráttur á milli áranna 2016 og 2017, nýtingin var 72,9% í apríl, en apríl 2016 var nýtingin 74,3%, þetta er 1,4% samdráttur.

Heimild: Nordic Travel Magazine

 

Comments

comments