Það er ekki bara í Reykjavík sem fólk er orðið langþreytt á aðgerðarleysi borgaryfirvalda með viðhald gatna. Það gerist nú sífellt algengara í Ameríku þar sem þetta vilhaldsvandamál er vel þekkt að fólk taki sig til og planti blómum í verstu holurnar.

Uppátækið þykir skemmtilegt, fljótt á litið er eins og blómin sé sjálfsprottin og með því er verið að draga fram hversu lengi þetta ástand hefur varað.  Blómin eru líka viðeigandi minnisvarði til ævarandi minnkunar þeirra sem með stjórn þessara mála fara.

Nú er bara spurning hvort ekki fari að koma að þessu hér í Dagsborg?

Comments

comments