Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir skrifar færslu á Facebook vegg sinn þar sem hún spyr um glærur Dags B. Eggertssonar um lóðaúthlutanir fyrir fjölbýli.

Guðfinna skrifar:

„Þetta er eina lóðaúthlutun Reykjavíkurborgar á árinu 2015 fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum. Minnist þess ekki að Dagur hafi mikið verið að flagga því. Frá því að Dagur tók við sem borgarstjóri í júní 2014 og fram til áramóta það ár var aðeins einni lóð úthlutað fyrir fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum, þ.e. Tryggvagötu 13. Samtals var því úthlutað lóðum fyrir tvö fjölbýlishús með fleiri en 5 íbúðum frá því að Dagur tók við sem borgarstjóri í júni 2014 til ársloka 2015. Hvar eru glærurnar um það?“

 

 

 

Comments

comments