Sigurður Ingi Jónsson, varamaður Framsóknar og flugvallarvina í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar, segir gögn sem notuð voru við ákvarðanatöku um að loka NA/SV flugbraut Reykjavíkurflugvallar ýmist úrelt, röng eða marklaus.
Sigurður bendir á að „í upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 sem samþykkt var í borgarráði 9. júlí 2015 segir orðrétt: „Ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegu upplýsingum og almenningur og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að vera vel upplýstir um ákvarðanir og forsendur þeirra.“
Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina:
„Á fundi Umhverfis- og skipulagsráðs 20. apríl sl. samþykkti meirihlutinn tillögu að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar með þeim breytingum sem fram koma í umsögn skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2016. Minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni. Í bókun meirihlutans kemur fram að þau taki heilshugar undir vandaða og ýtarlega umsögn skipulagsfulltrúa og að sjúkraflugi sé „ekki stefnt í hættu við gildistöku skipulagsins nú frekar en áður þegar staðið hefur til að leggja NA/SV flugbrautina niður.“
Í upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar 2015-2020 sem samþykkt var í borgarráði 9. júlí 2015 segir orðrétt: „Ákvarðanir þurfa að byggjast á bestu fáanlegu upplýsingum og almenningur og aðrir hagsmunaaðilar þurfa að vera vel upplýstir um ákvarðanir og forsendur þeirra.“
Samkvæmt gögnum frá Sigurði Inga virðist ljóst að ákvarðanir um lokun neyðarbrautar Reykjavíkurflugvallar byggjast á pólitískum skoðunum borgarstjóra og hans meðreyðarsveina ásamt hagræddum verkfræðiskýrslum frá Eflu verkfræðistofu sem ekki eru unnar samkvæmt reglum sem um þær gilda. Hér má sjá fundargerð Umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. júlí 2016 þar sem Sigurður Ingi fer yfir þau gögn sem borgin leggur til grundvallar ákvörðun sinni. Ljóst er að þessar ákvarðanir byggjast ekki á bestu fáanlegu upplýsingum.
Sigurður Ingi Jónsson bókar einnig í sömu fundargerð:
„EFLA verkfræðistofa hefur ríka fjárhagslega hagsmuni af viðskiptum við Reykjavíkurborg, einnig hefur komið fram að framkvæmdastjóri félagsins er hluthafi í Valsmönnum hf., því verður ekki fallist á að EFLA verkfræðistofa sé óháður aðili. EFLA verkfræðistofa upplýsir í bréfi til innanríkisráðherra 1.10.2015, „Varðar: Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar“ að ekki hafi verið reiknaður nothæfisstuðull fyrir þann flokk flugvéla sem sjúkraflugvélar á Íslandi falla undir. Samgöngustofa staðfestir að ekki hefur verið metin áhætta fyrir neyðarskipulag almannavarna, áhrifa á sjúkraflutninga, eða fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur. Samgöngustofa hefur hvergi gagnrýnt störf sérfræðinga fyrri áhættumatsnefndar. Þá harma Framsókn og flugvallarvinir að íbúalýðræði sé hunsað við svo mikilvæga skipulagsákvörðun.

??????????????????????????

Comments

comments