„Álag á barnafjölskyldur er fáránlegt í dag og mér finnst stundum að samfé­lagið mætti bretta betur upp ermar,“

Þetta sagði Margrét Pála Ólafsdóttir í viðtali á mbl.is. Þarna er hún að vísa í þá staðreynd að eftir erfiðan vinnudag eigi margir foreldrar fullt í fangi með að sækja börn í leikskóla, versla í matinn og elda. Hún segir að í könnun hafi mælst gríð­arlegur áhugi fyrir þessari nýjung. Reyndar höfðu foreldrar einnig áhuga á því að láta leikskólann sjá um þvottinn fyrir sig og segist Margrét Pála vera að skoða hvort ekki sé líka hægt að verða við þeim óskum.

Margrét Pála kynnti á dögunum mjög áhugaverða nýjung. Leikskólar Hjallastefnunnar á höfuðborgarsvæðinu munu frá  15. janúar bjóða foreldrum barna á leikskólunum að kaupa tilbúnar máltíðir og taka með heim. Í fyrstu verður þetta í boði tvisvar í viku. Foreldrarnir panta kvöldverðinn á netinu og fá hann afhentan um leið og börnin eru sótt í leikskólann.

Ýmsir aðilar hafa fundið þessu framtaki allt til foráttu en Veggurinn telur að hrósa beri þessari nýsköpun sem í grunninn er sprottin upp í þörfinni að gera samfélagið svolítið betra í dag en það var í gær. Vel gert!

 

Comments

comments