Borg­ar­ráð hef­ur samþykkt ráðningu Regínu Ásvalds­dótt­ur, bæj­ar­stjóra á Akra­nesi, í stöðu sviðsstjóra vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar.

Starfið var aug­lýst þann 7. janú­ar og sóttu 11 manns um stöðuna en tveir um­sækj­end­ur drógu um­sókn sína til­baka. Það var sam­dóma álit val­nefnd­ar sem fór yfir um­sókn­ir og tók viðtöl við um­sækj­end­ur að Regína Ásvalds­dótt­ir upp­fyllti best um­sækj­enda þær kröf­ur sem gerðar eru til starfs sviðsstjóra og fram komu í aug­lýs­ingu um starfið.

Regína býr yfir víðtækri reynslu af stjórn­un á vett­vangi sveit­ar­stjórn­ar­mála, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg. Hún hef­ur gengt stöðu bæj­ar­stjóra á Akra­nesi síðustu fjög­ur ár. Hún starfaði hjá Reykja­vík­ur­borg á ár­un­um  1997-2011 í ýms­um stjórn­un­ar­stöðum þar á meðal í vel­ferðarþjón­ustu. Hún var skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjóra á ár­un­um 2008 -2011, sviðsstjóri þjón­ustu-og rekstr­ar­sviðs 2004- 2007 og fram­kvæmda­stjóri Miðgarðs, þjón­ustumiðstöðvar Grafar­vogs og Kjal­ar­ness 1997 – 2002. Auk þess sinnti hún víðtæk­um stjórn­kerf­is­breyt­ing­um hjá Reykja­vík­ur­borg.

Regína er fé­lags­ráðgjafi að mennt, með cand. mag gráðu í fé­lags­ráðgjöf og af­brota­fræði frá Há­skól­an­um í Osló og meist­ara­nám í hag­fræði með áherslu á breyt­inga­stjórn­un og ný­sköp­un frá Há­skól­an­um í Aber­deen.

Auk stjórn­un­ar­starfa hef­ur Regína sinnt víðtæk­um breyt­inga­stjórn­un­ar­verk­efn­um og verið stunda­kenn­ari við há­skól­ann á Bif­röst og við há­skóla ís­lands þar sem hún hef­ur kennt stefnu­mót­un og breyt­inga­stjórn­un. Vel­ferðarsvið ber ábyrgð á vel­ferðarþjón­ustu Reykja­vík­ur­borg­ar. Á sviðinu starfa 2.500 manns sem veita þjón­ustu á yfir 100 starf­sein­ing­um.

 

Comments

comments