Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, hefur krafist þess að tvö dómsmál á hendur honum verði tekin til meðferðar að nýju fyrir dómi. Krafan er lögð fram í því ljósi að upplýst var um fjárhagsleg tap nafngreindra dómara við Hæstarétt í bankahruninu. Þetta kom fram í Fréttablaðinu í morgun.

Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, segist hafa sent erindi til endurupptökunefndar í september síðastliðnum.
Sigurjón var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Hæstarétti í október 2015 fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun vegna Ímon-málsins svokallaða. Hæstiréttur dæmdi hann svo aftur í átján mánaða fangelsi fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í byrjun febrúar á síðasta ári.

Fréttablaðsfréttin á visir.is

Comments

comments