Jón Gunnarsson alþingismaður Jón Gunnarsson XD Alþmbregst við ummælum Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur sem vill sjá fleiri kvenfjárfesta setjast í stjórnir félaga. Tekur Jón undir með Nönnu um og að þær gleymi ekki uppruna sínum en fyrst og fremst skynsamt fólk sem er í takti við við samfélag sitt. Segir hann þetta á fésbók sinni:

„Hjá VÍS eru 3 konur og 3 karlar í stjórn, þar af er kona stjórnarformaður og forstjórinn er kona. Stjórnin mætti mín vegna öll vera skipuð konum, skiptir að mínu mati engu máli. Það sem skiptir máli er að fólk gleymi ekki uppruna sínum og blindist með tilheyrandi afleiðingum“.

Það er augljóst að þarna er Jón að skjóta á stjórn VÍS sem leggur til við aðalfund að greiða út úr tryggingasjóðum félagsins til eigenda arð í stað þess að skila þeim peningum til greiðenda iðgjaldanna. Konur sögðust ætla að komast í stjórnir til að slá á græðgisvæðinguna sem er í samfélaginu en núna þegar stjórnin er í höndum kvenna þá er það í raun óbreytt stefna. Jón er ekki eini aðilin sem er að velta fyrir sér þessari stöðu tryggingarfélaganna. Hringbraut greinir frá því að Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hafi skrifað á fésbókar síðu sína eftirfarandi.

Sigurdur G„Tryggingar og góð þjónusta – þar sem tryggingar snúast um fólk, er slagorð VÍS hf., sem ætlar að greiða út fimm milljarða arð til að skuldsettir hluthafar geti greitt inn á hlutabréfakaupa lánin frá því í fyrra. Stjórn VÍS hf. gaf skít í viðskiptavini sína í dag og þeir geta vart talist viðskiptavinir félagsins eftir það, heldur aðeins þrælar hluthafanna, sem vilja sinn arð ,,no matter what“.

Comments

comments