SWE2Norskir sjónvarpsáhorfendur urðu fyrir nettu áfalli í gærkvöldi þegar norska ríkissjónvarpið sýndi rúmlega 10 mínútna langa frétt sem fréttamenn þess höfðu unnið í úthverfum Stokkhólms. Fréttin er unnin af Anders Magnus sem er einn reyndasti og virtasti sjónvarpsfréttamaður Noregs.

Þarna var sýnt hvernig sænska lögreglan hefur misst stjórn á hverfum innflytjenda. Þar ræður lögleysan ríkjum, lögreglumenn fara ekki inn nema þungvopnaðir og í skotheldum vestum. Það er ráðist á lögreglumenn, sjúkraflutningafólk og blaðamenn með grjóti, eldsprengjum, handsprengjum og jafnvel skotvopnum. Sænsk lögreglukona segir að vopn streymi nú utanfrá til íbúa þessara hverfa.

Fólk er kúgað með hótunum og ofbeldi. Vandinn eykst stöðugt og mjög hratt frá ári til árs fá norsku fréttamennirnir upplýst. Sænskir stjórnmálamenn hafa fyrir löngu búið um sig í dýrari „hvítum“ hverfum þar sem engir innflytjendur búa og neita að horfast í augu við vandann. Þeir sem hafa spurt gagnrýnna spurninga eru umsvifalaust stiplaðir „rasistar“ af sjálfskipaðri elítu sem hefur fengið að ráða og stýra umræðunni. Sænskt samfélag hefur orðið fyrir óbætanlegu tjóni og ástandinu er lýst sem tifandi tímasprengju.

Þessi stemning er kunnugleg þeim sem hafa sagt skoðanir sínar umbúðalaust hér á landi. Þeir hafa helst uppskorið upphrópanir og svívirðingar í sinn garð. Hvar er umburðarlyndið fyrir skoðunum annarra?

Áhugavert verður að sjá hvort Kastljós RÚV muni taka þetta innslag frá systur fyrirtæki sínu í Noregi.

Hér má finna hlekk á frétt NRK

Comments

comments