Titringur hefur verið í stjórnmálunum nú undanfarna daga í aðdraganda þess að þing kemur saman á mánudaginn. Foringjar stjórnarandstöðunnar hafa verið mikið í fjölmiðlum og yfirlýsingaglaðir. Ljóst er að meira skilur þá að en sameinar. Það var tilefni til eftirfarandi skrifa hjá Agli Helgasyni á Eyjunni í morgun.
„Annars finnst manni þessa dagana að við séum að sigla í átt að einhvers konar stjórnarkreppu í haust. Tónninn í stjórnmálaumræðunni fer aftur harðnandi. Forystumenn vinstri flokkanna taka afleitlega í hugmyndir Pírata um stutt kjörtímabil. Össur segir að svona dagsetningar yrðu að „skotspæni“. Um leið lýsa Oddný Harðardóttir og Katrín Jakobsdóttir því yfir að þær muni ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum, það gera þær þrátt fyrir Moggaviðtalið í garðinum við Bjarna Benediktsson þar sem hann ruddi upp úr sér félagshyggjuáherslunum. Eins og staðan er starfa Samfylking og VG annað hvort með Pírötum eða eru utan ríkisstjórnar – flokksformennirnir binda trúss sitt við Píratana en eru á móti því sem virðist vera grundvallarforsenda Pírata fyrir ríkisstjórnarþátttöku.“

Comments

comments