Ég hlustaði á þessa vaxta-og verðtryggingarumræðu við þau Brynjar Níelsson og Katrínu Jakobsdóttur og drottinn minn dýri núna kom fram t.d. hjá Brynjari að vextir á Íslandi því kauphækkanir væri of miklar miðað við framleiðslugetu!

Já, núna ætlar Brynjar og já reyndar fleiri í hans flokki að kenna launafólki um þá okurvexti sem hér ríkja ár eftir ár áratug eftir áratug en Brynjar var ekkert að spá í að eigendur fyrirtækja á Íslandi greiddu sér út 215 milljarða í arðgreiðslur árið 2014 en á sama tíma kostaði að hækka laun almennings um 35 milljarða! 

Það er greinilegt að það er allt í lagi að greiða 215 milljarða út í arð til eigenda en að láta launafólk fá aukna hlutdeild í þessari góðu afkomu það veldur verðbólgu og okurvöxtum! Öllu á nú að kenna launafólki um en eins og Brynjar veit um þá eru lágmarkslaun enn langt undir þeim framfærsluviðmiðum sem hið opinbera hefur gefið út.

Mér fannst líka í þessum viðtali vera eins og bæði Brynjar og Katrín hefðu ekki lesið álitin frá sérfræðingahópunum því það liggur fyrir að meira segja meirihluti sérfræðingahópsins lagði líka til að verðtrygging yrði afnumin að fullu.

Meirihlutinn lagði til að 40 ára jafngreiðslulán yrðu bönnuð frá með 1. janúar 2015 og á árinu 2016 lagði meirihlutinn til að ríkisstjórinn myndi meta áhrifin af þeirri aðgerð og stiga skerfið um fullt afnám í framhaldi af því! En það sem stendur uppúr úr þessu viðtali er að ég finn ekki fyrir nokkrum vilja fyrir því hjá stjórmálaflokkunum að taka hér á okurvöxtum og verðtryggingunni sem eru að leika íslensk heimili grátt enn og aftur.

Comments

comments