Paris

Þessa dagana er hópur af fólk í París í þeim tilgangi að leysa loftslagsmál mannkyns. Nú stefnir allt í það (samkvæmt fréttum) að þau drög sem þjóðir heims ætli að leggja nafn sitt við komi ekki til með að hafa neina lögformlega þýðingu, heldur vera svona spariyfirlýsing sem hægt er að veifa á hátíðarstund. Til eru þeir sem halda því fram að hvorki Sameinuðu Þjóðirnar, stjórnmálamenn, borgarstjórinn í Reykjavík eða náttúrverndarsamtök munu finna lausnina á þessu máli.

Það eru margar fátækar og mannmargar þjóðir sem þurfa að auka orkuframleiðslu sína í þeim tilgangi að auka lífsgæði fólks. Þetta er staðreynd. Alltof margir jarðarbúar búa ekki við þann lúxus að hafa rafmagn.

Framleiðsla á rafmagni með sólar- og vindrafstöðum er einfaldlega of dýr og sveiflukennd til þess að koma þessum þjóðum að góðu  gagni. Ódýrasta og einfaldasta lausnin til þess að framleiða rafmagn í dag er að framleiða það með kolum.

Ef við gefum okkur það að árangur náist í þá átt að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda í gegnum mögulegt samkomulag í París. Þá á eftir að leysa hina hliðina á þessum pening. Þessar fátæku þjóðir þurfa að auka framleiðsluna svo mikið til að fullnægja þegnum sínum að líklegt er að mengunin muni halda áfram að aukast vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti.

Sveinn Ólafsson rannsóknarprófessor

Sveinn Ólafsson
rannsóknarprófessor

Á meðan við leggjum áherslu á að minnka mengun frá núverandi orkugjöfum mun okkur ekkert miða áfram. Til þess að leysa loftlagsmálin þurfa að koma fram nýir orkugjafa sem menga minna og eru ódýrari en algengustu núverandi orkugjafar s.s. kol og olía.

Þessar lausnir eru til. Kaldur samruni er ekki lengur einungis hluti af vísindaskáldsögum. Íslendingar eiga einn framsæknasta og merkilegasta vísindamann heimsins á þess sviði, Sveinn Ólafsson rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands.

Á þessu sviði þurfa áherslur áhrifamanna að liggja ef takast á að stöðva hlýnun jarðar.

Comments

comments