Er Landspítalinn mögulega illa rekinn?

Þessi spurning kom fram í hugann eftir að hafa hlustað á viðtal við Jón Gauta Jónsson framkvæmdastjóra Domus Medica í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sú ákvörðun að leggja áherslu á það að sameina krafta þjóðarinnar í að reka einn stóran spítala í stað þess að viðhalda samkeppni í greininni vekur upp spurningar. Er reksturinn á Landspítalanum þannig að mögulega sé hægt að gera betur rekstrarlega? Er stjórnsýslan of veik til þess að ráða við rekstur á svona einingu án þess að aðhald samkeppninnar haldi við?

Í máli Jóns Gauta kom fram að vissulega er Landspítalinn í erfiðri stöðu. Eitt helsta vandamálið í rekstri hans er að það veit engin hvort spítalinn er vel eða illa rekin. Það er engin samanburður og í raun má segja að það sé mikil óheilla þróun að hér sé áfram stefnt að því að reka einn risavaxin spítala. Þá nefndi Jón Gauti einnig að spítalinn er ekki með neina stjórn í líkingu við það sem gerist í atvinnulífinu. Stjórn sem veitir æðstu stjórnendum aðhald ásamt því að tryggja það að stofnunin geti dafnað í því umhverfi sem henni er skapað.

Landspítalinn er 5000 manna vinnustaður sem veltir um 60 milljörðum og þar er engin stjórn sem ber ábyrgð heldur bein tenging í ráðuneytið sem virðist ekki hafa næga burði til þess að ráða við það verkefni að reka spítalann. Forstjórinn kom fram í fréttum síðustu daga og talaði um styrjaldarástand og hamfarir í samhengi við framlagningu fjárlagafrumvarps. Svona lýsingar benda til þess að stjórnendur þessarar stofnunar ráði ekki við það starf sem þeim var falið og rétt sé að endurskoða stefnu þjóðarinnar í þessum málum.

Comments

comments