Um áramótin tóku gildi nýjar álögur á eldsneyti. Það vekur furðu þeirra sem vel þekkja til á þessum markaði að gjöld voru hækkuð meira á bensín en díselolíu. Þannig má segja að með þessu skrefi eru opinberir aðilar að neyslustýra í öfuga átt við umhverfis- og heilsusjónarmið almennings.

Við bruna bensíns myndast náttúrulega efnið CO2 en við bruna dísilolíu að myndast CO2 líkt og við bensínbruna en að auki mikið magn NOx-sótagna sem sannað er að eru krabbameinsvaldandi og skaðleg öndunarfærum. Í nokkrum borgum Evrópu hefur verið kynnt að dísilbílar verði bannaðir á götum frá og með árinu 2025. Meðal þessara borga eru París, Madríd og Aþena. Aðeins eru átta ár í að þetta bann taki gildi.

Hér á landi er nú gengið þvert á stefnu annarra Evrópu landa. Þegar augu heimsbyggðarinnar opnuðust loks á síðasta ári fyrir skaðsemi útblásturs úr dísilbílum, sást það fljótt í sölutölum og í flestum Evrópu. Allir bílaframleiðendur heims undirbúa sig nú undir brotthvarf fólksbíla með dísilvélum og yfirvöld í flestum löndum leggja nú aukinn mengunarskatt á dísilolíu og dísilbíla. Borgir sem áður hvöttu til notkunar díseldrifinna smábifreiða eru nú að banna þær.

Þekkt er að stjórnvöld nýta sér skattheimtu ýmiskonar til þess að hafa áhrif á neyslu. Gott dæmi um það eru álögur á áfengi og tóbak. Ekki er langt síðan að hér á landi voru álögur á Díselolíu lækkaðar vegna þess að samkvæmt bestu vitneskju á þeim tíma var talið að rétt væri að beina fólki að bifreiðum með díselhreyflum. Nú er eins og embættismannakerfið hér á landi sé ekki að fylgjast með. Áfram eru lægri álögur settar á díselolíuna en bensínið og því má segja að áveðið tækifæri til neyslustýringar með hagmuni heilsuverndar að leiðarljósi sé farið forgörðum.

Comments

comments