Adobe-Flash-Player-vs-HTML5

Google tölvurisinn hefur ákveðið að banna flestar tegundir Flash auglýsingaborða. Bann þetta tekur gildi frá 30. júní 2016. Eftir þá dagsetningu munu borðar sem forritaðir eru í Flash stýrikerfinu frá Adobe ekki lengur ganga í Adwords kerfi Google. Frá janúar 2017 munu Google menn loka á að Flash borðar birtist á vefsíðum tengdum þeim. Á þessu eru þó undantekningar þar sem ákveðnar tegundir Flash borða með myndbands innihaldi verða leyfðar eitthvað áfram.

Ástæða þess að Google stígur þetta ákveðna skref gegn Flash hugbúnaðinum er að þeir vilja hvetja auglýsendur til þess að nota frekar HTML5 hugbúnaðinn. HTML5 er talin henta betur fyrir ýmiskonar snjalltæki s.s. síma og töflur. Google risinn er ekki eini aðilinn í þessari vegferð því að verslunarrisinn Amazon tilkynnti í ágúst síðstliðnum að þeir mundu ekki lengur taka við auglýsingum gerðum með Flash hugbúnaði.

Comments

comments