Borgarráð samþykkti í gær 9. febrúar að veita eftirtöldum aðilum sérstaka styrki.

 • Samþykkt að veita Samtökum endurhæfðra mænuskaddaðra styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna endurbóta á sal SEM samtakanna.
 • Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar – öryggi og ánægja.
 • Samþykkt að veita Korpúlfum, félagi eldri borgara í Grafarvogi styrk að fjárhæð kr. 325.000 vegna hreinsunar gönguleiða í Grafarvogi.
 • Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 1.000.000.
 • Samþykkt að veita Leikhópnum Húmor styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna uppsetningar leikverks og þátttöku í Error festival í Bratislava.
 • Samþykkt að veita áhugasamtökunum Gróður fyrir fólk styrk að fjárhæð kr. 3.100.000 vegna starfsemi félagsins árið 2017.
 • Samþykkt að veita Skrautás hf. styrk að fjárhæð kr. 1.350.000 vegna útgáfu Grafarvogsblaðsins, Grafarholtsblaðsins og Árbæjarblaðsins.
 • Samþykkt að veita umsækjendum styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna Völvunnar, vitundarvakningu um málefni píkunnar.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins.
  Samþykkt að veita Iceland Writers Retreat styrk að fjárhæð kr. 300.000 vegna AWP.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá við afgreiðslu málsins
 • Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 900.000 vegna launa kórstjóra.
 • Samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð kr. 300.000 fyrir Snorraverkefnið.

Öðrum styrkumsóknum var hafnað.

Comments

comments