Í kjölfar þess að seðlabankastjóri kveðst eiga von á aukinni spennu og verðbólgu í viðtali á Kjarnanum skrifar Marínó G. Njálsson færslu á Facebook vegg sinn. Hann ritar:

„Ótrúlega er ég orðinn þreyttur á þessu vandræðahjali seðlabankastjóra. Bankinn er búinn að sitja hjá og horfa á ruglið á fasteignamarkaði, en vegna þess að sérfræðingar bankans töldu fyrir ári að ástandið væri viðráðanlegt, þá var ekkert gert. Allir sem voru með augun opin og ekki með þykk sólgleraugu sáu að fasteignamarkaðurinn stefndi í vitleysu. En hjá Seðlabankanum má ekkert gera fyrr en það er um seinan. Minnir mig meira en lítið á þennan texta sem Friðrik Jónsson birti á síðunni sinni í morgun úr Yes, Primeminister þáttunum ódauðlegu:

Bernard Woolley: What if the Prime Minister insists we help them?
Sir Humphrey Appleby: Then we follow the four-stage strategy.
Bernard Woolley: What’s that?
Sir Richard Wharton: In stage one we say nothing is going to happen.
Sir Humphrey Appleby: Stage two, we say something may be about to happen, but we should do nothing about it.
Sir Richard Wharton: In stage three, we say that maybe we should do something about it, but there’s nothing we *can* do.
Sir Humphrey Appleby: Stage four, we say maybe there was something we could have done, but it’s too late now.

Seðlabankinn átti að undirbúa aðgerðir til að kæla húsnæðismarkaðinn fyrir ca. 18 mánuðum. Hann átti að hrinda þeim aðgerðum í framkvæmd í viðbúnaðarskrefum og auka viðbúnaðinn stöðugt ef húsnæðismarkaðurinn brást ekki rétt við aðgerðum bankans. En bankinn er búinn að vera áhorfandi að ofhitnun húsnæðismarkaðarins, alveg eins og hann var áhorfandi á árunum 2004-2007. Heldur greinilega að sama meðalið gefi aðra niðurstöðu núna.

Varðandi verðbólguna að hún sé á uppleið, þá er það óhjákvæmilegt. Neysluvara utan húsnæðisliðarins er búin að vera í verðhjöðnun í nokkurn tíma. Slíkt getur ekki haldið lengi áfram, fyrir utan að það er óæskilegt. Peningastefna SÍ hefur hreinlega stuðlað að þessu og búið til falska neysluverðbólgu. SÍ er að reyna að stjórna tveimur gjörólíkum verðbólguþáttum með sama stjórntækinu, þ.e. vaxtastefnu sinni. Annar verðbólguþátturinn, þ.e. neysluvara utan húsnæðisliðarins, hefur brugðist mun harðar við vaxtastefnunni, en markmið Seðlabankans ættu að vera, en hinn, þ.e. húsnæðisliðurinn, sýna engin viðbrögð, enda eru það fjárfestar, ekki almennir neytendur, sem eru að keyra upp fasteignaverð með því að búa til skortástand á húsnæðismarkaði. Lausn SÍ verður líklegast að grípa til gagnslausrar vaxtahækkunar, enda er fjárfestum alveg sama þó óverðtryggðir vextir hækka. Þeir fjarmagna sig ekki með óverðtryggðum lánum.“

Comments

comments