DL

Viðtal við Andra Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar í Viðskiptablaði  Moggans í morgun hefur vakið mikla athygli. Þar staðfestir Andri að stjórnendur Ölgerðarinnar vissu að fyrirtækið væri á dauðalista Arion banka. Í viðtalinu við mbl. segir Andri meðal annars

„Við viss­um alltaf af því að við vor­um á þess­um lista og fram­ganga bank­ans gagn­vart okk­ur í kjöl­far hruns­ins staðfesti það allt.“

Annað dæmi um hörk­una sem fyr­ir­tæk­inu var sýnd seg­ir Andri Þór hafa birst í því að fast­eign­ir þess hafi endað að öllu leyti í eigu bank­ans.

„Við átt­um fé­lag utan um fast­eign­ir Ölgerðar­inn­ar. Það var að 51% hluta í eigu fyr­ir­tæk­is­ins og 49% hluta í eigu Ari­on banka. Við hina svo­kölluðu end­ur­skipu­lagn­ingu tók bank­inn all­an hlut fyr­ir­tæk­is­ins yfir. Þar færðust mikl­ar eign­ir yfir til bank­ans.“

Í um­fjöll­un um mál þetta í ViðskiptaMogg­an­um í dag seg­ir hann bank­ann hafa gengið eins langt og hon­um var unnt í þeirri viðleitni að hrifsa til sín eign­ir af þáver­andi hlut­höf­um fyr­ir­tæk­is­ins. Ari­on banki hafi hrifsað til sín millj­arða eign­ir.

BM Vallá er eitt þeirra fyrirtækja sem er á listanum, en fyrirtækið fór í greiðslustöðvun snemma á árinu 2010. Arion banki, einn stærsti lánveitandi fyrirtækisins, hafnaði nauðasamningum í maí 2010 og krafðist þess að BM Vallá yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi BM Vallár, hefur haldið því fram í fjölmiðlum að fyrirtæki hafi verið á „dauðalista“ hjá Arion banka yfir fyrirtæki sem gera ætti gjaldþrota. Arion banki hefur alla tíð hafnað fullyrðingum um að slíkur dauðalisti hafi verið til.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur blandað sér í þessa umræðu og skrifar á Facebook síðu sína færslu í morgun sem tengist þessu máli. Sigurður skrifar:

„Dauðalistinn staðreynd. Einstaklingar, fjölskyldur og fyrirtæki fengu ekki að njóta þeirrar skuldaaðlögunar sem hófst með setningu neyðarlaganna og lög nr. 107/2008 áttu að vera lokahnykkur á. Fyrir ólögmætt valdaframsal tókst með samráði fjármálafyrirtækja sem FME og Samkeppniseftirlitið lögðu blessun sína yfir að búa til reglur sem gerðu það að verkum að bankarnir sem voru og eru með ólögmætri ríkisábyrgð hirtu það sem þeir vildu. Komu eignum sem hirtar voru î félög eða héldu þeim á eigin efnahag beint. Þessu góssi hdfur svo að einhverju leyti verið komið í hendur vildarvina. Sumir sem máttu þola ofríkið hafa risið upp á afturlappirnar og náð einhverri leiðréttingu svo sem fyrrum eigendur Hótel Íslands.
Kannski fylgja fleiri í kjölfarið.“

 

 

Comments

comments