Ný Hollensk rannsókn hefur leitt í ljós að notkun á dimmerum og sparperum ruglar stafræna notkunarmæla á rafmagni. Fyrir nokkrum misserum var mikið rætt um það þegar Frumherji tók að sér mælakerfi Orkuveitu Reykjavíkur og hluti af því verkefni var útskipting á eldri mælum fyrir nýja tegund stafrænna mæla. Verulega áhugavert væri að kanna hvernig mælar þeirrar tegundar sem Frumherji setti upp á mjög mörgum heimilum í Reykjavík hafi reynst mæla skakkt.

Í þessari rannsókn sem gerð var af University of Twente & Amsterdam University of Applied Sciences kom í ljós að um verulega skekkju var að ræða í fimm af hverjum níu mælum sem athugaðir voru. Í flestum tilfellum var um skekkju að ræða þar sem mælarnir sýndu umtalsvert meiri notkun en raunin var. Mesti munurinn sem mældist þannig var 584 prósent hærri en raun notkun. Einnig voru dæmi um skekkjur í hina áttina þ.e. mælarnir sýndu minna en raunnotkun.

Vísindamennirnir tengdu þessa skekkju við aukna notkun á svokölluðum dimmerum og einnig spar-perum. Þannig reyndust mælar sem voru vottaðir af opinberum aðilum ekki ráða við það að mæla notkun þar sem dimmerar og spar-perur komu við sögu. Sérstaklega var settur vari við notkun á mælum sem mæla flæði í gegnum svokallaða Rogowski spólu.

Nú er bara að fara að kanna hvaða mælir er í töflunni og krefjast þess að fá nýjan.

Danska blaðið Politiken greindi frá.

Comments

comments