Vilhjálmur Birgisson er ekki par ánægður með ASÍ forystu landsins sem hann telur að gangi gegn heimilum landsins. Hann ritaði á Facebook vegg sinn:

„Við í Verkalýðsfélagi Akraness höfum lagt fjölmargar tillögur fram á þingum ASÍ í gegnum árin sem við teljum að séu til hagsbóta fyrir okkar félagsmenn og almenning í þessu landi.

Á þingi ASÍ 2012 lögðum við t.d. fram tillögu um að Alþýðusamband Íslands myndi beita sér af alefli fyrir því við stjórnvöld að sett yrði þak á okurvexti fjármálakerfisins og verðtrygging yrði afnumin.

Það er skemmst frá því að segja að forysta ASÍ barðist alfarið gegn því að þessi tillaga yrði samþykkt og var hún því felld. 

Ég hef oft spurt sjálfan mig að því hvernig getur forysta ASÍ verðið á móti því að sett verði þak á okurvexti til heimila og almennings og verðtrygging verði afnumin.“

Comments

comments