Kristinn Hrafnsson blaðamaður skrifar í Kvennablaðið grein sem hann kallar „Vaðlaheiðargöng: Klúður, fals, kjördæmapot og pólitískar brellur“  Ekki eru allir par sáttir með framsetningu Kristins á málinu. Jóhannes Geir Sigurgeirsson fyrrverandi alþingismaður skrifar hugleiðingar um þetta mál á Facebook vegg sinn. Hann skrifar:

„Í Kvennablaðinu er úttekt á Vaðlaheiðargöngum undir nafninu: Klúður, fals, kjördæmapot og brellur. Ég var ekki talsmaður Vaðlaheiðagangna á sínum tíma en mér sýnist að með sömu vinnubrögðum og viðhöfð eru í þessari ,,úttekt“ (þ.e. að skoða málið útfrá gefnum forsendum) væri hægt að fá algjörlega gagnstæða niðurstöðu. Tvö tæmi: Fals: hverning má það vera ef falsið er allt upp á borðunum? Er það þá fals? Í hrakspám sem þarna er m.a. vitnað í var reiknað með verulegri minnkun á umferð: Hver varð raunin?… er þess að einhverju getið í úttektinni – nei það passar ekki. Svo má spyrja: Umdeild framkvæmt? Já vissulega. Mun hún standa undir sér á endanum? Ekki ómögulegt. Hefði ríkið ekki þurft að kosta neinu til samgöngumála um Víkurrskarð ef göngin hefðu ekki komið til? Jú vissulaga – hérna er um að ræða einn versta vetrartálma á hringveginum sem í öllum tilfellum hefði verið kostnaðarsamt að bæta svo dugi og þá að fullu á kostnað ríkisins. Munu göngin verða Norðausturlandi og þar með landinu öllu til heilla til lengri tíma litið: Já örugglega – þrátt fyrir allt.“

Vissulega er þessi gangnagerð verulega umdeild. Vissulega er ýmislegt í framkvæmdinni sem betur hefði mátt fara. Vissulega er þessi framkvæmd mikið kostnaðarmeiri en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir.

Veggurinn tekur undir orð Jóhannesar Geirs, það þýðir ekki að velta sér upp úr því sem er liðið. Ákvörðun var tekin á sínum tíma og verkið þarf að klára. Svo má líka benda á þá staðreynd að lítið um snjómokstur í þeim jarðgöngum sem eru í notkun á landinu og afar líklegt að sama gildi um Vaðlaheiðargöng. Það þekkist tæpast að björgunarsveitir séu sendar til að bjarga fólki oft á vetri vegna ófærðar í jarðgöngum.

Ef við ætluðum að láta niðurrifs raddir líkt og skrif þessi í Kvennablaðinu ráða för, væri hér engin Harpa. Þar voru háværar raddir sem vildu sprengja útveggina og fylla síðan grunninn í kjölfar efnahagshruns. Vissulega fór sú framkvæmd fram úr áætlunum og ber sig ekki enn. En samt er hún eitt helsta stolt þjóðarinnar. Það væru engin Hvalfjarðargöng, já það er svona eins og mig minni að þar hafi heldur betur verið deilt á þá framkvæmd. Er einhver sem efast um þau í dag?

 

 

Comments

comments