Viðar Garðarsson skrifar:

Hnattræn hlýnun (e. Global warming) köllum við það fyrirbæri að í alþjóðlegu samhengi hækkar meðal hitastig jarðarinnar. Undir eru svona um það bil síðustu 100 ár.  meðallagi hækkun hitastigs sem hefur komið fram á síðustu hundrað árum eða meira. Það er álit mjög margra, þeirra á meðal  vísindamanna og stjórnmálamanna að hlýnun þessi sé afleiðing frá kolefnis fótspori okkar mannanna. Svo eru aðrir sem benda á með rökum og sönnunum að hlýnun þessa megi skýra með náttúrulegum sveiflum. Lofthjúpurinn umhverfis jörðina sé ónæmur fyrir gróðurhúsalofttegundum þeim sem mannkynið losar.

Einn þeirra sem vísindamanna sem hefur haldið þessu fram er Dr. Roy Spencer, loftslagssérfræðingur (e. climatologist)  fyrrum starfsmaður NASA. Hann bendir á þá staðreynd að mjög fá rannsóknarverkefni þar sem náttúrulegra skýringa á hlýnun er leitað hafa hlotið fjárhaglega styrki innan vísindasamfélagsins. Menn hafa einfaldlega ályktað að hlýnunin hljóti að vera af manna völdum án þess að til séu óyggjandi sannanir. Það vantar áreiðanlegar upplýsingar um hitasveiflur fyrri alda til þess að sýna fram á að hér eru náttúrulegar sveiflur að verki.

Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) – milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna heldur því fram að tölvulíkön þeirra sýni að eina skýringin á hlýnun jarðar sé mengun af mannavöldum. Spenser heldur því fram að þetta sé ekki rétt, „þú finnur ekkert ef þú ert ekki að leita“ segir hann. Spencer heldur því fram að þú þurfir ekki að grafa lengi til þess að finna sannanir sem leiða þig í aðra átt.

Hversvegna telja svona margir vísindamenn að hlýnun jarðar megi skýra með mannlegum athöfnum?  Andrúmsloft jarðar inniheldur náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir aðallega eru þetta vatnsgufa, koltvíoxíð og metan sem halda neðri lögum andrúmsloftsins heitari en ella væri án þessara lofttegunda. Gróðurhúsalofttegundir draga til sín innrauða geislun sólar – án gróðurhúsalofttegunda mundi jörðin endurvarpa þessari geislun náttúrulega út í geim. Brennsla okkar á jarðefnaeldsneyti (aðallega kolum, jarðolíu og jarðgasi) losar koldíoxíð út í andrúmsloftið og er orsökin fyrir svokölluðum gróðurhúsaáhrifum jarðar. Á árinu 2008, var styrkur koldíoxíðs í andrúmsloftinu 40% til 45% hærri en hann var fyrir upphaf iðnbyltingar í upphafi 19. aldarinnar.

Það er mikilvægt að hafa í huga að jafnvel þó að koltvísýringur CO2 sé nauðsynlegur fyrir líf á jörðinni, er mjög lítið magn af þessari dýmætu lofttegund í andrúmslofti jarðar. Samkvæmt mælingum 2008, voru aðeins 39 af hverjum 100 þúsund sameindum lofthjúpsins CO2. Það tekur síðan mannkyn um 5 ár að hækka þessa tölu um einn heilan eða í 40 einingar af hverjum 100 þúsund.

Þetta snýst um næmni lofthjúpsins (e. Climate Sensitivity)  Vangaveltur um hversu mikil hlýnun jarðar verður má skýra út frá því sem kallað er jafnvægissvörun lofthjúpsins. Þetta eru hitasveiflur jarðar sem orsakast fyrst og fremst af tveimur þáttum. Innrauðri orku sólarljóssins sem sogast til jarðar og svo endurvarpi jarðarinnar af þessari geislun úr í geiminn.

Vísindamenn sem aðhyllast kenningar IPCC telja að jafnvægissvörun lofthjúpsins sé há og áframhaldandi losun á gróðurhúsalofttegundum valdi því að þessi svörun hækki. Spencer telur að Jafnvægissvörun lofthjúpsins er lág, mun lægri en aðrir hafa haldið fram.

Það er staðreynd að vísindamönnum hefur gengið hægt að sjá fyrir náttúrulegar sveiflur innan lofthjúpsins. Hvaða áhrif hafa úrkomukerfi og ský á þessa jafnvægissvörun lofthjúpsins. Er skýringa á veðurfræðilegum sveiflum þ.m.t. hlýnun jarðar að leita innan lofthjúpsins sjálfs? Við vitum jú að breytingar á sjávarstraumum geta haft umtalsverð áhrif á skýjafar og loftslag.

Erum við að upplifa hlýnun vegna gróðurhúsa áhrifa? Við vitum að breytileiki lofthjúpsins frá ári til árs á heimsvísu er mjög mikill. Við vitum líka með vissu að yfirborð jarðar og lægri hluti lofthjúpsins hafa hitnað síðustu 30 til 50 ár, mest á norðurhveli jarðar. En gögn vantar frá fyrri tíma til þess að átta sig á hvort hér sé um náttúrulega sveiflu að ræða eða ekki. Þess vegna er ómögulegt að fullyrða með vissu um það hvort þetta sé eðlileg náttúruleg hitasveifla eða sveifla af mannavöldum.

Það er eðlilegt að menn velti fyrir sér hvort bráðnun jökla á norðurslóðum sé ekki óyggjandi sönnun þess að hlýnun eigi sér stað. Jú það er óumdeilt. En um orsakir þessarar hlýnunar eru menn ekki sammála og verða líklega seint nú þegar verslun með CO2 kvóta er orðin mjög ábatasöm.

Hér má finna hlekk á vefsíðu Dr. Roy Spencer

Comments

comments