Iðnaðarsvæðið í Helguvík Mynd: Víkurfréttir

Iðnaðarsvæðið í Helguvík
Mynd: Víkurfréttir

Áhuga­hóp­ur um at­vinnu­upp­bygg­ingu á Reykja­nesi fékk MMR til að gera fyrir sig viðhorfskönnun. Samkvæmt henni sögðust 72% þeirra sem svöruðu vera frekar eða mjög hlynntir iðnaðaruppbyggingu en 28% mjög eða frekar andvíg.

Svipað hlutfall svarenda, eða 72,3%, sagðist frekar eða mjög hlynnt því að annars konar orkufrekur iðnaður yrði settur á fót í Helguvík ef í ljós kæmi að þar mundi ekki rísa álver. Mjög eða frekar andvígir sögðust 27,7%.

Könnunin var gerð í síma og á netinu fyrstu dagana í desember. 1201 einstaklingur var í úrtaki og svöruðu rúm 45%.

Comments

comments