energy-renewableEnn er olíuverð að lækka, kolavinnsla er á undanhaldi, virkjun sólarorku, notkun á rafhlöðum og endurkoma kjarnorkunnar, í þetta sinn í mun umhverfisvænna formi er það sem mun stýra verðlagningu á orku fyrir árið 2016 og líkast til lengra inn í framtíðina.

Síðastliðið ár var viðburðaríkt á orkumarkaði. Olíuverð það lægsta í áratug, lokanir á kolaorkuverum, samningar um nýja framtíð í loftslagsmálum í París og ný met í uppsetningu sólarpanela og vindrafstöðva í heiminum. Allt markar þetta upphaf á umskiptingu í orkumálum heimsins sem margir sérfræðingar telja að sé á næsta leiti.

En hvað er handan við hornið í orkumálum heimsins? hvað mun árið 2016 bera í skauti sér?

Allt bendir til þess að olíuverð haldist mjög lágt og jafnvel að það haldi eitthvað áfram að lækka inn í árið. Eftirspurn hefur verið að lækka á stórum mörkuðum eins og Kína. Í Ameríku eru nýjar vinnsluaðferðir að gefa lindum sem áður voru taldar tómar nýtt líf. Ameríkanar eru með nýrri tækni, sjálfum sér nógir með olíu í fyrsta skipti í nokkuð langan tíma. Loftslagsráðstefnan í París og samkomulagið sem þar var undirritað hafa áhrif á leitni landa til þess að takmarka brennslu á jarðefnaeldsneyti. Þetta kallast á við hagkvæmari vélbúnað á öllum sviðum. Þessi skarpa lækkun á olíumörkuðum hefur áhrif á öll olíu- og gasframleiðslufyrirtæki heimsins. Nú þegar er talið að 200.000 manns í þessum iðnaði hafi tapað vinnunni og ekki er séð fyrir endann á þessari þróun enn. Enn er ákveðin niðurskurður og hagræðingarferli í gangi hjá stóru olíufélögunum og sér ekki fyrir endann á þessari þróun.

hillary-clinton-solar-powerSólarpanelar hafa verið sérlega ódýrir og verða það áfram. Skattaafslættir fyrir þá sem eru að nýta sólarorku hafa einnig haft mikið að segja. Reiknað er með áframhaldandi vexti á uppbyggingu sólarorkuvera sem henta sérlega vel til reksturs starfsemi þar sem álagið er á dagtíma. Það hefur enn fremur ýtt undir áhuga fjárfesta á sólarorku að stórkanónur í pólitík eins og Hillary Clinton mögulegur forseta frambjóðandi demókrata hefur framgang og vinnslu á sólarorku sem eitt af sínum helstu baráttumálum. Löndin í suður-Ameríku eins og Mexíkó og Chile hafa einnig sett nýtingu á sólarorku á dagskrá.
Bloomberg spáir því að 35% af nýjum orkukostum sem byggðir verða á næstu 25 árum verið sólarorka.

Kol,elsti orkukosturinn úr jarðefnaeldsneyti er á útleið. Þetta á sérstaklega við um vestur-Evrópu og norður Ameríku. Jafnvel í Kína er áætlun um lokun kolaorkuvera enda þarf landið mjög á því að halda að stemma stigu við þeirri gríðarlegu mengun sem þar er og snúa sér að því að hreinsa andrúmsloftið. Eina landið sem vert er að hafa áhyggjur af er Indland. Þar sér ekki enn fyrir endann á kolanotkun.

Eftir Fukushima slysið í Japan hefur átt sér stað mjög hröð þróun með nýja umhverfisvæna og nánast alveg hættulausa kjarnorku. Þessi þróun hefur sett kjarnorkuvinnslu aftur á kortið hjá löndum eins og Bandaríkjunum, Japan, Kanada og mörgum löndum Evrópu. Þessi nýja aðferðafræði er bæði orkurík, framleiðir mikið magn orku allan sólarhinginn, er svo til hættulaus, engin útblástur á óæskilegum lofttegundum og orkan er sérlega hagkvæm. Kínverjar hafa tekið mjög ákveðið skref í þessa átt og gert er ráð fyrir að af óbreyttu verði Kínverjar orðnir stærstu kjarnorku framleiðendur heimsins um árið 2030.

Raforka hefur verið að falla stöðugt í verði síðan 2010 og eru verð bæði austan og vestanmegin við okkur með því lægsta sem sést hefur síðustu 10 ár. Gríðarlegar gaslindir bæði í Ameríku og á Bretlandseyjum ásamt nýjum vinnsluaðferðum hafa gert mögulegt að flytja raforkuframleiðslu frá kolum yfir á gashverfla sem minnka útlosun óæskilegra lofttegunda verulega. Nýja kjarnorkan mun hafa mikil áhrif á verðþróun á raforkumarkaði. Sérstaklega þar sem allt bendir til þess að þessi orkuver verði mjög smá í sniðum og færanleg. Því verður hægt að hafa orkuframleiðsluna við hliðina á notandanum og ekki þarf að setja upp dýrar flutningslínur til þess að koma orkunni í verð.

Attendees take pictures of the new Tesla Energy Powerwall Home Battery during an event at Tesla Motors in Hawthorne, California April 30, 2015. Tesla Motors Inc unveiled Tesla Energy - a suite of batteries for homes, businesses and utilities - a highly-anticipated plan to expand its business beyond electric vehicles. REUTERS/Patrick T. Fallon - RTX1B28Q

2016 áætla menn að verði ár rafhlöðunnar. Mjög skörp lækkun hefur orðið á svokölluðum lithium-ion rafhlöðum, þessi verða því enn um sinn helsti kostur þeirra sem eru að framleiða rafmagnsbíla. En það eru ekki bara bílar sem nota rafhlöður, mikill hluti rafmagnstækja ýmiskonar eru knúin áfram af rafhlöðum. En á þessu sviði er byltingin ekki langt undan. Tilraunir með kaldan samruna hafa gengið vel upp á síðkastið og lofa góðu, innan skamms verða vetnisrafhlöður komnar á markað. Við það verður hægt að kaupa rafhlöður sem endast árum saman. Nýi síminn þinn þarf ekki hleðslu fyrr en eftir 5 ár. Hljómar ótrúlega vel ekki satt?

Tekið saman er flest sem bendir til þess að orkuverð haldist áfram lágt og haldi jafnvel áfram að lækka eitthvað.

Comments

comments