skolforsidaMikið hefur verið rætt í öllum fjölmiðlum um 11 ára stúlku sem ekki er í mat­ar­áskrift hjá Reykja­vík­ur­borg, og mæt­ir því með nesti alla jafna. Hún mætti með 500 krón­ur í skól­ann í gær þar sem móðir henn­ar vildi leyfa henni að gera sér dagamun á Ösku­dag og borða pítsu með hinum börn­un­um í mötu­neyt­inu. Starfs­fólk mötu­neyt­is­ins neitaði henni hins­veg­ar um pítsuna og sömu svör gaf skóla­stjór­inn. Á Vísi staðfesti skólastjórinn að aðeins nem­end­ur í mat­ar­áskrift fengju pítsuna.

Nú hefur borgarstjóri Dagur B. Eggertsson blandað sér í umræðuna, í færslu á Facebook-síðu sinni ritar hann.

„Ég skipti ekki oft skapi en viðurkenni það fauk hressilega í mig við að lesa þessa frétt í morgun. Svona gerir maður ekki. Það hefur verið skýr sýn og stefna borgarinnar að engum sé vísað úr matarröðinni, hvorki vegna efnahags né annarra ástæðna,“ segir Dagur

Síðar í sömu færslu segir borgarstjóri.

„Ég tek þetta sérstaklega nærri mér því Fellaskóli hefur verið í stórsókn undanfarin ár og ég er mjög stoltur af því starfi og árangri sem starfsfólk og stjórnendur, nemendur og fjölskyldur þeirra hafa skilað. Við eigum að skapa samfélag fyrir alla og þar sem allir eru með. Það er sérstaklega mikilvægt í skólunum. Ef þetta er vafamál í einhvers huga þá eigum við að hnykkja á því. Ég óskaði í í morgun eftir formlega eftir skýringum á þessum fréttum frá Skóla- og frístundasviði.“

Comments

comments