cutterImg04ThumbInni í sérblaði Morgunblaðsins Sjávarútvegur er sagt frá sporðskurðarvél sem Unnsteinn Guðmundsson fann upp og smíðaði. Unnsteinn sem hefur séð um fiskvinnsluvélar í fyrirtækinu G.Run hf. í Grundarfirði er jafnframt einn af eigendum fyrirtækisins.

Unnsteinn áttaði sig á að sporðblaðkan var oft að skekkja fiskinn sem fór inní flökunarvélina, það leiddi til þess að flök festust í vélinni við flökun. Þá þurfti að stoppa flökunina til að losa fiskinn sem leiddi gjarnan til tafa og skemmda á hráefni.
Með því að skera sporðinn af áður en fiskurinn fer inní vélina þá minnka flökunargallar, vélar eru ekki að stoppa, afköst við snyrtingu aukast og hlutfall fisks sem fer í blokk minnkar og eykur þannig afurðaverð.
Í dag eru 6 sporðskurðarvélar í notkun hér á landi. Eru þær smíðaðar hjá Geislatækni í Garðabæ. Þar sem einungis 300 tonn af hráefni þarf til að vélin borgi sig upp má búast við að þeim muni fjölga verulega sem nota tækni þessa sjálfmenntaða uppfinningamanns.
Unnsteinn fékk fyrstu verðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar 2014 fyrir framúrstefnuhugmynd sjávarútvegsins útá sporðskurðarvél sína sem þegar hefur marg-sannað gildi sitt.

Hér má sjá myndband af því hvernig vélin virkar.

Comments

comments