Augl2Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina ritar grein inn á Pressan/Eyjan.is í gær þar sem hún upplýsir að Framsókn og flugvallarvinir hafi lagt fram fyrirspurn vegna auglýsingakostnaðar Reykjavíkurborgar vegna ársins 2015.

Guðfinna birtir einnig tölur frá árunum 2013 og 2014 sem áður höfðu komið fram. Í þeim má sjá að Reykjavíkur borg eyddi í birtingar á auglýsingum 90 milljónum á fyrstu 8 mánuðum ársins 2014. Þetta er nokkuð merkilegt í því ljósi að flokkssystkin borgarstjóra fóru mikinn fyrir skemmstu þegar ríkisstjórnin ráðstafaði 2,5 milljónum í tvær auglýsingar. Heyrðust þá fullyrðingar eins og að auglýsingarnar væru augljóslega ímyndarherferð sem þjónaði flokkspólitískum tilgangi.  Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, lét hafa eftir sér að um hreinar og klárar áróðursauglýsingar að ræða. Þessar sömu gagnrýnisraddir eru óþægilega þöglar þegar kemur að auglýsingakaupum Reykjavíkurborgar.

 

 

Comments

comments