Power-ControlHér á landi höfum við dómstóla, sem eru óháðir stjórnmálum og gæta þess, að þeir sem ekki gæta rétts forms að lögum í athöfnum sínum sæta ábyrgð. Við höfum líka, eins og öll önnur lýðræðisríki, fyrirbrigði sem kalla má dómstól götunnar. Sá dómstóll er ekki ein af hinum formlegu stofnunum þjóðfélagsins, en gætir þess, að þeir sem fara út fyrir einhver siðferðismörk, sem dómstóllinn ákveður sjálfur hverju sinni, sæta ábyrgð.

Nú hefur þessi dómstóll tekið fyrir mál forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs, og dæmt hann. Í þessu máli, eins og oft hefur gerst áður, telur hinn ákærði sig ekki hafa gert neitt af sér, sem ætti að leiða af sér ákæru og það er eflaust rétt, ef eingöngu er hugsað um skrifuð lög. Ákæran fyrir dómstóli götunnar er hinsvegar sú, að hann hafi geymt fé sitt, eða konu sinnar, á þeim stað og við þær aðstæður að misnotkun er möguleg. Þó honum sé eflaust auðvelt að sýna fram á fyrir dómstóli sem starfar að lögum, að engin misnotkun hafi átt sér stað, getur dómstóll götunnar samt dæmt hann sekan.

Það er oft sárt, að horfa á dómstól götunnar að störfum, einkanlega ef hinn ákærði hefur ekkert brotið af sér samkvæmt hinum skrifuðu lögum. Starfsemi þessa dómstóls er eigi að síður varin með ákvæðum stjórnarskrár um frelsi einstaklingsins til málflutnings og skoðana.

Jóhannes Kr. Kristjánsson segist vera með upplýsingar um 600 einstaklinga í Fonseca gögnunum altöluðu og hefur nefnt þrjá af þeim. Hverjir hinir 597 eru hefur hann setið á í viku og ekki er vitað hvenær honum þóknast að nefna þá.

JKK

Mynd: ICIJ

Sá sem hefur þessi gögn undir höndum hefur mikið vald, sem er hægt að nota á margvíslegan hátt. Með því að koma fé sínu fyrir í skattaskjóli hafa menn aðstöðu sem hægt er að misnota og fyrir nákvæmlega það voru menn dæmdir á Austurvelli. Það má einnig segja, að þeir fréttamenn sem fengu þessi gögn til birtingar hafi misnotað þau sér til frægðar og fjár. Hvort það sé gert á annan hátt en með fjársöfnun á Karolína fund sem Jóhanns hefur upplýst eða á annan hátt skal ósagt látið.

Ríkisskattstjóri hefur óskað eftir að fá þessi gögn en hefur Jóhannes ekki verið orðið við því. Ríkisskattstjóri er eini aðilinn sem getur dæmt um hvort aðilar sem eru á þessum lista hafi brotið lög eða ekki með samanburði við álagningar skrár.

Ég býst við, að fyrir fólkið á götunni séu skattaskjól táknmynd hins illa og dæma megi alla sem snerta þá táknmynd án þess að segja frá því. Það að segja ekki frá, jafngildir því að fela og það jafnt þó eignir séu taldar fram til skatts. Skattstjóri hefur líka sagt, að hann geti ekki staðfest að allt sé þar rétt fram talið.

Með öðrum orðum: Rök koma málinu ekki við. Þetta er tilfinningamál eða trúmál.

Það er vel við hæfi að enda á hugleiðingum Kant sem var uppi á 18 öld.

  • Regla upplýsingarinnar er skv. Kant að hugsa alltaf sjálf(ur), nota eigið hyggjuvit. Ef við hlýðum hefðum blint, þá afsölum við okkur frelsi því sem felst í að láta eigin dómgreind ákveða afstöðu okkar.
  • Við lifum á öld upplýsingar, en ekki á upplýstri öld „Eins og ástandið er um þessar mundir vantar enn mikið á að menn séu almennt færir um, eða jafnvel að gera megi þá færa um, að nota sitt eigið rökvit vel og örugglega í trúmálum, án handleiðslu annarra.“

Comments

comments