Bifreiðaframleiðandinn Nissan sér fyrir sér samþættingu á orkunýtingu heimilisins með nýrri tækni sem þeir eru að kynna í tengslum við rafbílinn Leaf. Í vikunni var haldin framtíðarmessa Nissan í miðborg Lundúna. Meðal þess sem þeir voru að kynna var sá möguleiki að skila til baka frá bílnum þeirri orku sem ekki var nýtt í akstur. Nissan heldur því fram að þessi möguleiki verði eitt af mörgum skrefum í orkubyltingu heimsins.

Nissan kynnti einnig til sögunar nýtt orku geymslu kerfi sem þeir kalla xStorage. Hugmyndafræðin bak við það gengur út á að safna orku þegar verð eru lág eins og á nóttinni til þess að nota yfir daginn. Einnig væri hægt að safna orku frá sólarsellum eða vindrafstöðvum til notkunar síðar.

 

Comments

comments