Baldur Hermannsson
Mynd: Rúnar Gunnarsson

Nokkur fjöldi fólks er saman komin á Grand hótel Reykjavík til þess að hlíða á Róbert Spencer flytja erindi sem kallast Íslam & framtíð evrópskrar menningar – Má nútímavæða íslam? Fyrir utan hótelið hafa nokkrir aðilar tekið sér mótmælastöðu og láta í sér heyra. Eru þeir ósáttir við það að Róbert þessi fái að tjá sig. Telja þeir að skoðanir hans geti verið hættulegar. Þannig hafa þessir aðilar ítrekað síðustu daga verið mjög yfirlýsingaglaðir með það hversu hættulegur málflutningur þessa aðila er. Sem betur fer búum við hér á landi við tjáningar- og skoðanafrelsi og hverjum manni er heimilt að hafa sínar skoðanir og tjá þær. En það virðist vefjast eitthvað fyrir þeim aðilum sem þarna standa og  sýna í verki að umburðarlyndi er verulega áfátt í þeirra hóp. Baldur Hermannson sem Veggurinn hefur oft vitnað til var fljótur að sjá það sem máli skiptir. Hann skrifaði á Facebook vegg sinn:

„Ekki finnst mér tiltakanlega sorglegt að hingað til lands komi maður, Róbert Spencer að nafni, og spjalli við okkur um Múhameðstrú og þá hættu sem Evópu kunni að stafa af brjáluðustu áhangendum hennar, þeim sem keyra niður blásaklausa vegfarendur í stórborgum, skera hausinn af kristnu fólki, sprengja, skjóta og limlesta.

Ekki verður með góðu móti fram hjá því horft að menningarheimur spámannsins er um margt gerólíkur okkur menningu og sumpart beinlínis fjandsamlegur.

Múhameðstrúarmenn eiga að laga sig að okkar menningu, okkar siðum og gildismati og gerast fullgildir Evrópumenn, þá kemur annað hljóð í strokkinn og öll dýrin í skóginum verða vinir. Góð byrjun á slíku aðlögunarferli væri auðvitað að taka Róbert Spencer fagnandi, sýna honum fulla kurteisi og heyra hvað hann hefur að segja … þetta þurfa þau að læra í snatri, Salmann og Serdar.“

Comments

comments