JKKÍ yfirlýsingu frá Reykjavík Media, sem er eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, var nýlega tilkynnt að miðlarnir RÚV (í gegnum Kastljós), Stundin og Kjarninn ætli að taka upp samstarf við fyrirtækið um áframhaldandi uppljóstranir úr svokölluðum Panamaskjölum.

Það liggur fyrir að í maí mánuði munu alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (www.icij.org) birta sjónrænan gagnagrunn yfir skráða hluthafa aflandsfélaga sem tengjast Panamaskjölunum. Þessir miðlar sem nefndir eru hér að ofan ætla sér að nýta þessar upplýsingar til þess að stýra dómstóli götunnar sem virðist vera blóðþyrstur þessa daganna.

Það sem einkennir alla þessa miðla er mikil vinstri pólitísk slagsíða. Þannig er sláandi hvernig gengið hefur verið fram af hörku í þessum miðlum gagnvart ríkisstjórnarflokkunum. Á sama tíma  dettur þessum miðlum ekki í hug, í umvöndunum sínum, að nefna eignarhald á húsi Samfylkingarinnar eða lögbrot fyrrum ráðherra umhverfismála.  

Ríkisfjölmiðillinn RÚV sannar hér, svo ekki verður um villst, að hann getur ekki undir neinum kringumstæðum talist vera hlutlaus miðill. Spurning er hvort ekki þurfi á ný að taka upp pólitískt skipað útvarpsráð með dagskrárvaldi. Stofnunin var a.m.k. nær því að vera óvilhöll undir því skipulagi en nú er.

Uppfærsla kl.20:10
Helgi Seljan hafði samband við ritstjóra og sagði að RÚV hefði ekki samið við neina aðra fjölmiðla um birtingar úr Panamaskjölunum. Af færslu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar á Facebook og fréttum annarra miðla mátti ráða annað. Í færslu Jóhannesar segir

„Á næstu vikum og mánuðum munu KastljósStundin og Kjarninn vinna að fréttum úr Panamaskjölunum sem tengjast Íslandi í samstarfi við Reykjavík Media. Fréttirnar birtast í miðlum samstarfsaðila og eftir atvikum á RME.is. Rétt er að geta þess að Reykjavík Media fær engar greiðslur fyrir þetta samstarf. Í maí birta alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (www.icij.org) sjónrænan gagnagrunn yfir skráða hluthafa aflandsfélaga sem tengjast Panamaskjölunum.“

Veggurinn túlkaði þessa færslu sem yfirlýsingu um samstarf þessara miðla. Starfsfólk Kastljóss er beðið velvirðingar á því að Veggurinn hafi litið á yfirlýsingu þessa sem samningsyfirlýsingu þessara miðla. Ekki stóð til að gera mönnum upp það sem þeir eiga ekki.

 

RUV_Kjarninn_Stundin_RME

 

Comments

comments