Framganga og umsnúningar Gunnars Smára Egilssonar síðustu árin hafa vakið nokkra umræðu og vangaveltur. Enda maðurinn duglegur við að koma skoðunum sínum á hverjum tíma til skila í gegnum þá miðla sem tiltækir eru á hverjum tíma. Gunnar Smári var potturinn og pannan í fjölmiðlaútrás Jóns Ásgeirs til Danmerkur og tókst þar að tapa milljörðum króna. Um tíma var hann viss um að hag Íslands væri best borgið með því að landið yrði hluti af Noregi. Nú eftir enn eina fjölmiðla kollsteypuna hefur hann ákveðið að stofna Sósíalistaflokk. Margir hafa komið fram með skoðanir og spurningar þessu tengdar. Hér er sýnishorn.

„Gunnar Smári er sannfærandi og hann hefur hæfileika til að ná til fólks. Þannig tók hann þátt og talaði fyrir útrásinni fyrir hrun en líka gegn henni eftir hrun,“ ( Andrés Jónsson almannatengill).

„Hann yfirgaf sökkvandi skip með stórundarlegum yfirlýsingum og talar nú aðeins um stofnun nýs stjórnmálaflokks, Sósíalistaflokks.“ (Björn Bjarnason).

„Múslímskur sósíalistaflokkur með norskt fylki sem útópíu og málgagn skrifað af fólki sem fær ekki laun er stórbrotin sýn.“ (Staksteinar Morgunblaðsins)

Comments

comments