Það er vel kunnugt að börn og unglingar samtímans og síðasta áratugar eru vön netvæddu umhverfi upplýsingatækninnar. Þau horfa á erlendar sjónvarpsstöðvar, sækja sér bæði fróðleik og afþreyingu á Netið, leika sér með tölvuleiki og málið, sem þau nota við þessar aðstæður, er að mestu leyti enska. Ein birtingarmynd þessarar þróunar er að nú þykir fínt að gefa fyrirtæjum enskt nafn. Nýjasta dæmið Air Iceland Connect í stað þess hljómfagra nafns Flugfélag Íslands.

Þessi þróun er áberandi þessa mánuðina. The Amazing home show í staðin fyrir heimilissýningin. Svo auðvita allir sjónvarpsþættirnir, The Voice, The  The biggest looser, Iceland got talent svo eitthvað sé nefnt. Það lýsir ótrúlegu metnaðarleysi fyrir hönd tungumálsins að ekki skuli einu sinn reynt að þýða þetta.

En það er ekki allt sem hljómar vel á enskri tungu. Veggurinn rakst á myndina sem hér fylgir á netinu. Þarna er verið að snú nöfnum á þekktum íslenskum fyrirtækjum yfir á ensku með afleitum árangri en samt broslegum. Íslenskan svo mikið hljómfegurri, ekki satt?

Comments

comments