ECHR2

Vinnu­veit­end­ur mega fylgj­ast með netnotkun starfs­manna sinna á vinnu­tíma Þetta nær til einkaskila­boða sem þeir mögulega senda í gegn­um samskipta­hug­búnað eða spjall­rás­ir á net­inu. Þetta er niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu.

Málið snýst um einka­skila­boð sem rúm­ensk­ur verk­fræðing­ur hafði sent með Ya­hoo Messenger á vinnu­tíma. Fyr­ir­tækið sem hann starfaði hjá rak hann síðan úr starfi árið 2007 þegar í ljós kom að hann var að skrif­ast á við unn­ustu sína og bróður í vinnu­tíma. Í starfs­regl­um fyr­ir­tæk­is­ins sem maðurinn starfaði hjá var lagt bann við að appið yrði notað til einka­nota í vinn­unni.

Dóm­stóll­inn hafnaði rök­um manns­ins um að fyr­ir­tækið hafi brotið gegn rétti hans til þess að eiga í per­sónu­leg­um bréfa­skrift­um. Töldu dóm­ar­arn­ir að fyr­ir­tækið hafi verið í full­um rétti að lesa einka­skila­boð manns­ins sem voru rituð á vinnu­tíma.

Aft­ur á móti megi fyr­ir­tæki hins veg­ar ekki njósna ótak­markað um starfs­menn sína. Hins­veg­ar megi fyr­ir­tæki fylgj­ast með því hvort starfs­menn séu ekki ekki að vinna að vinnu­tengd­um verk­efn­um á vinnu­tíma.

Niðurstaða Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins er bind­andi fyr­ir öll ríki sem hafa staðfest mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Það þýðir að niðurstaðan gild­ir fyr­ir Ísland.

Heimild BBC

Comments

comments