Í grein eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem birtist í Fréttablaðinu í morgun segir hann að Viðreisn hafi hótað stjórnarslitum ef þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefði ekki stutt jafnlaunavottunarfrumvarp Viðreinar. Sigmundur skrifar:

„Við síðustu þinglok urðu svo þau merku tíðindi að ríkisstjórnin fór fram á að mál yrði samþykkt um leið og hún viðurkenndi að það væri ekki tilbúið. Þingmönnum var sagt að samþykkja hið ókláraða mál en að því búnu yrði viðeigandi ráðuneyti falið að leysa úr því sem út af stæði.“

Og síðar í greininni:

„Á sama tíma þurfti Sjálfstæðisflokkurinn aðstoð við að staðfesta skipan Landsréttar. Mestu prinsippmenn þar á bæ voru því fóðraðir á krít og sagt að styðja vottunarmál Viðreisnar eða hafa verra af (kosningar).“

Hann heldur áfram:

„Þótt illa gengi með málið var því ekki um annað að ræða, að mati Viðreisnar, en að klára það á einn eða annan hátt. Á sama tíma þurfti Sjálfstæðisflokkurinn aðstoð við að staðfesta skipan Landsréttar. Mestu prinsippmenn þar á bæ voru því fóðraðir á krít og sagt að styðja vottunarmál Viðreisnar eða hafa verra af (kosningar). Þetta var þó ástæðulaus harka í garð gömlu góðu íhaldsmannanna því atkvæði þeirra reyndust óþörf við að koma frumvarpinu í gegn. Ljóst var orðið að vinstri-kerfisflokkarnir myndu stökkva á málið enda gátu þeir ekki verið þekktir fyrir að vera á móti máli sem héti svo góðu nafni.“

Sigmundur Davíð skýtur föstum skotum að vinstri flokkunum og pópúlistastefnu þeirra:

„Á tímum ímyndarstjórnmála skipta nöfn miklu meira máli en innihaldið og þegar tekst að setja eitt orð saman úr orðunum jafnlaun og vottun þurfa nútíma vinstrimenn ekki að heyra meira áður en þeir segja BINGÓ!“

Grein Sigmundar má finna á hér á visir.is

Comments

comments