Í umræðuþætti á RÚV 11 október síðastliðinn þar sem voru umræður um auðlindir og umhverfismál sagði Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar:

„Helsta leið fyrir okkur til að draga úr kolefnislosun er að hætta með mengandi stóriðjur. Það er stærsti hlutinn, eða um 47%, af því sem við losum út, kemur frá mengandi stóriðjum.“

Í Staðreyndavog Viðskiptablaðsins eru þessi ummæli tekin til skoðunar. Viðskiptablaðið skrifar:

„Hið rétta er að kolefnislosun í heiminum er ekki staðbundið heldur hnattrænt vandamál. Í stóriðju á borð við álframleiðslu verður losun gróðurhúsalofttegunda almennt mest við orkuvinnslu. Þar sem íslensk orka er umhverfisvæn með tilliti til losunar, þá er heildarlosun af íslenskri álframleiðslu sexfalt minni en af álverum knúnum gasorku í Mið-Austurlöndum og tífalt minni en af kolaknúnum álverum í Kína.

Um þetta hefur víða verið fjallað, m.a. af dr. Þresti Guðmundssyni í greininni „Íslensk álvinnsla – forsendur og gróðurhúsaáhrif“ í ritinu Þekkingarbrunnur – nýsköpunarbók. Þröstur flutti erindi byggt á þeirri greiningu á ársfundi Samáls árið 2014 undir yfirskriftinni „Kolefnisfótspor áls“.“

Björt hefur því orðið uppvís af því að fara með rangt mál í þessum efnum. Spurningin sem stendur eftir er þessi: Hvort er þingkonan að opinbera vanþekkingu sína á málaflokknum með því að slengja fram einhverju sem hún hefur heyrt í stað þess að kynna sér málin af yfirvegun. Eða hitt að þarna liggi að baki einbeittur ásetningur um að ráðast á eina af undirstöðu atvinnugreinum landsins.

Vegna fyrirspurnar Sigríðar Á. Andersen þingmanns Sjálfstæðisflokksins birti umhverfisráðherra töflu yfir losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fyrir árið 2012. Þessi tafla er birt hér að neðan.

Losun 2012

Comments

comments