Flestir hafa orðið varir við umræður um það hvort rétt sé að skólabörn eigi að heimsækja kirkjur á aðventunni eða ekki. Aðilar eins og Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásmundur Friðriksson hafa farið mikinn. Margir fleiri hafa blandað sér í umræðuna með einum eða öðrum hætti. Veggurinn rakst á færslu frá Einari Bárðarsyni lífskúnstner sem mikilvægt er að halda á lofti.

Einar ritar:

„Heyrði Ásmund Friðriksson og Helga Hrafn pírata rífast í þættinum Í bítinu, í gærmorgun, um það hvort skólabörn mættu heimsækja kirkjur í desember eða ekki. Þar fóru nokkrar mínútur ævi minnar sem ég fæ aldrei aftur 🙂Börn í skóla eiga að heimsækja kristnar kirkjur, bænahús gyðinga, hindua, buddha klaustur og öll þau trúarhús þar sem þau eru velkomin í fylgd kennara eða leiðbeinenda. Þannig verða þau víðsýn og í þeim vex kærleikur og umburðarlyndi. Gildi sem eru grunn stef allra trúarbragða í heiminum og gildi sem engan hafa hafa skaðað.“

Comments

comments