Innanríkisráðherra Ólöf Nordal komin í lyfjameðferð á ný

Innanríkisráðherra Ólöf Nordal
komin í lyfjameðferð á ný

Innanríkisráðherra Ólöf Nordal upplýsti á facebook-síðu sinni í gærdag að við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs hafi komið í ljós  hækkun á svokölluðum æxlisvísum í blóði sem mæli framgang og stöðu krabbameins.

„Við nánari skoðun komu í ljós smávægilegar breytingar í kviðarholi sem nauðsynlegt er að bregðast strax við,“ segir Ólöf.

Hún hefur nú hafið nýja lyfjameðferð og segir nokkur vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma. „Allt fram á þennan dag benti allt til þess að ég hefði komist yfir þennan hjalla,“ segir Ólöf og vísar þar til fyrri veikinda sinna.

„Ég brenn enn fyrir að vinna fyrir almenning og hugsjónir mínar. Þessi þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga á næstu vikum breytir engu þar um. Núna stend ég frammi fyrir þessu verkefni og þarf að klára það. Það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn,“ segir Ólöf hugrökk í færslu sinni, þrátt fyrir bakslagið.

Veggurinn óskar henni góðs bata!

Yfirlýsing Ólafar á er hér að neðan í heild sinni.

—–

Kæru vinir.

Við reglubundið eftirlit í lok síðasta árs kom í ljós að hækkun hafði orðið á svokölluðum æxlisvísum í blóði sem mæla framgang og stöðu krabbameins. Við nánari skoðun komu í ljós smávægilegar breytingar í kviðarholi sem nauðsynlegt er að bregðast strax við.

Vegna þessa var ákveðið að ég skyldi hefja lyfjameðferð í upphafi þessa árs, í sex skipti, sem ég hef þegar hafið. Það eru vissulega vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma en allt fram á þennan dag benti allt til þess að ég hefði komist yfir þennan hjalla. 

Ég brenn enn fyrir að vinna fyrir almenning og hugsjónir mínar. Þessi þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga á næstu vikum breytir engu þar um. Núna stend ég frammi fyrir þessu verkefni og þarf að klára það. Það er engin ástæða til annars en að vera bjartsýn.

Ég mun halda áfram að sinna mínum störfum eins og ég hef gert.

Bestu kveðjur
Ólöf

Comments

comments