Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri

Borgin rekur mötuneyti í Eirborgum þar sem öryggisíbúðir eru fyrir aldraða. Þar er framreiddur heitur matur í hádeginu en nú um áramótin varð sú breyting á að maturinn er ekki lengur í boði um helgar og á helgidögum. Þetta þýðir að íbúar þessara öryggisíbúða fá ekki mat í matsalnum 110 daga á ári.

Félagsleg einangrun aldraðra er stórt vandamál og samverustundirnar í kringum matmálstíma eru mikilvægar í því tilliti að brjóta þá einangrunarmúra. Þessu fólki sem er einangrað vegna aldurs og heilsuleysis líður vel í notalegum matsalnum og þessar samverustundir eru því afar mikilvægar.

Borgin telur sig þurfa að spara en gerir sér kannski ekki grein fyrir hversu dýrmæt þessi þjónusta er.

Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs, segir kostnað við helgarþjónustu í Eirborgum vera sex milljónir króna á ári. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs, segir erfitt að svara spurningunni um hvort helgarmáltíðir á félagsmiðstöðvum borgarinnar verði endurskoðaðar í ljósi uppnáms íbúanna.

Veggurinn veltir fyrir sér hvort 170 milljónirnar sem borgin ætlar að nota til að teppa umferð um Grensásveg séu fundnar með því að svelta gamalmenni?

Comments

comments