RBS spáir að olíufatið fari niður í 16 dali

RBS spáir að olíufatið fari niður í 16 dali

Royal Bank of Scot­land hef­ur sent út alvarlega viðvör­un til viðskipta­vina sinna. Þeim er ráðlagt að losa sig við hluta­bréf og leita ör­ygg­is í rík­is­skulda­bréf­um. Bank­inn tel­ur að efna­hags­hörm­ung­ar muni ríða yfir á ár­inu. Stærsti áhrifavaldurinn er verðhjöðnun og slæm staða á mörkuðum í Kína. Einnig telur bankinn að skulda­söfn­un fyr­ir­tækja og heim­ila sé of mik­il.

Bankinn segir útlitið svart og telur að hluta­bréfa­verð gæti fallið um tutt­ugu pó­sent. Gríðarleg lækkun á olíu hefur verið á árinu 2015 og bankinn spáir því að þessari lækkunarhrinu sé ekki lokið og að ol­íu­t­unn­an gæti fari niður í sex­tán doll­ara á árinu. Bankinn telur OPEC ríkin ekki hafa ráð til þess að bregðast við kólnun í efnahag Asíu og sá heimshluti sé farin að ráða mestu varðandi eftirspurn á olíu.

Morgan Stanley hefur tekið undir þessa spá RBS um olíuverð, þeir telja að olíuverð geti fallið undir 20 dali fatið ef dollarinn heldur áfram að styrkjast.

Gera má ráð fyrir að ef þessar spár gangi eftir þá hafi þetta lækkandi áhrif á alla orku- og hráefnisframleiðslu til lækkunar.

Bréfið frá Royal Bank of Scotland til viðskiptavina sinna má finna hér í heild sinni.

 

Comments

comments