Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur á grundvelli tillagna Hafrannsóknarstofnunar ákveðið að auka heildarafla íslenskra skipa á loðnu í alls 196  þúsund tonn á þessari vertíð.  100 þúsund tonn koma í hlut annarra landa, Noregs, Færeyja og Grænlands.

Ekki er hægt að reikna með að íslenski kvótinn verði veiddur meðan verkfall er í gangi og því ekki hægt að reikna nein verðmæti í þessari aukningu en gæti numið um 17 milljörðum króna . Norðmenn, Grænlendingar og Færeyingar geta glaðst yfir aukningunni og að auki styrkja sína markaðsstöðu á kostnað íslenskra útgerða. Verðmætið gæti verið í kringum 17 milljarðar ef þessi kvóti yrði veiddur einsog áður sagði en mun í staðinn drepast eftir hrygningu núna í mars.

Comments

comments