Blaðamaðurinn Jakob Bjarnar skrifar hnyttna og skemmtilega grein um vandamál sem plagar starfsmenn Morgunblaðsins í Hádegismóum. Fer hann þar á kostum þar sem fyrirsögnin er tær snilld. Myndbirtingin með þessari annars ágætu frétt er fyrir neðan allar hellur. Ekki veit undirritaður hver vaninn er á ritstjórnarskrifstofu 365 að blaðamennirnir velji sjálfir myndir sem birtast með fréttum blaðsins eða hvort það er á hendi einhverskonar ljósmyndaritstjóra. Birting myndar af Davíð Oddsyni er þessari frétt algerlega óviðkomandi og bæði niðrandi og sorgleg. Miðilinn og blaðamanninn setur niður við myndbirtingu sem þessa.

Comments

comments